16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 08:31


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:01
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:31
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:31
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:31
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:31
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:31
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:42
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:48

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.
Karl Gauti Hjaltason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:16
Fundargerð 15. fundar samþykkt.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 08:33
Á fund nefndarinnar mættu Gísli Gíslason og Kristín Soffía Jónsdóttir frá Faxaflóahöfnum sf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eggert Kjartansson og Páll S. Brynjarsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Sævar Freyr Þráinsson frá Akraneskaupstað, Einar Jón Geirsson, Sigríður Huld Skúladóttir og Kristján Sturluson frá Dalabyggð, Lilja Björg Ágústsdóttir og Gunnlaugur A. Júlíusson frá Borgarbyggð og Guðjón Jónasson og Björgvin Helgason frá Hvalfjarðarsveit. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 08:33
Á fund nefndarinnar mættu Gísli Gíslason og Kristín Soffía Jónsdóttir frá Faxaflóahöfnum sf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eggert Kjartansson og Páll S. Brynjarsson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Sævar Freyr Þráinsson frá Akraneskaupstað, Einar Jón Geirsson, Sigríður Huld Skúladóttir og Kristján Sturluson frá Dalabyggð, Lilja Björg Ágústsdóttir og Gunnlaugur A. Júlíusson frá Borgarbyggð og Guðjón Jónasson og Björgvin Helgason frá Hvalfjarðarsveit. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Sjóvarnir og þjóðvegur í þéttbýli Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Sævar Freyr Þráinsson, Ólafur Adolfsson, Elsa Lára Arnardóttir, Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Ragnar B. Sæmundsson frá Akraneskaupstað. Gerðu gestir grein fyrir erindi sveitarfélagsins um sjóvörn og hækkun Faxabrautar á Akranesi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 10:08
Nefndin ræddi málið.

6) 34. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 10:15
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 10:17
Nefndin ræddi starfið framundan.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir óskaði eftir að umhverfis- og auðlindaráðherra mætti á fund nefndarinnar vegna aðildarþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP).
Helga Vala Helgadóttir óskaði eftir að haldinn yrði fundur um laxeldismál sem fyrst.
Vilhjálmur Árnason óskaði eftir að haldinn yrði fundur um vegaframkvæmdir í Gufudalssveit gegnum Teigsskóg.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23